Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 24. október 2024

Einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á andláti konu á sjötugsaldri í gærkvöld.

Átján börn af leikskólanum Mánagarði í Reykjavík hafa verið til meðferðar hjá Barnaspítala Hringsins vegna E.coli sýkingar. Sjö börn liggja inni á spítalanum og tvö eru alvarlega veik.

Tæplega þúsund læknar á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum sem starfa hjá ríkinu gætu farið í verkfall 18. nóvember takist ekki samningar.

Stjórnvöld í Suður Kóreu segjast ekki ætla láta ósvarað ef norður kóreskir hermenn verða sendir undir merkjum Rússa á vígstöðvarnar í Úkraínu. Til greina komi senda Úkraínumönnum vopn til verjast innrás Rússa.

Þúsundir viðskiptavina RARIK urðu fyrir rafmagnstruflunum í byrjun október. Tvö hundruð tilkynningar hafa borist vegna tjóns á rafmagnstækjum í Mývatnssveit.

Jakob Frímann Magnússon þingmaður hefur sagt sig úr Flokki fólksins en starfar áfram á Alþingi utan flokka. Þingfundur um mál sem tengjast fjárlögum er á Alþingi.

Baráttan harðnar milli Harris og Trump þegar tólf dagar eru í forsetakosningar í Bandaríkjunum. Hún kallar hann fasista og hann segir hana ógn við lýðræðið.

Undirbúningur er hafinn afhendingu á tíu hektörum af landi Reykjavíkurflugvallar til Reykjavíkurborgar. Framkvæmdastjóri hjá Isavia segir mikilvægt flugöryggi skerðist ekki þegar nýtt hverfi rís á landinu.

Fiðrildategund, sem finnst í austurhluta Norður-Ameríku, hefur verið nefnd eftir Björk Guðmundsdóttur.

Frumflutt

24. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir