Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 22. febrúar 2024

Aukið fjármagn þarf til aðgerðir ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum verði veruleika, segir verkefnastjóri í Reykjanesbæ. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar segir þær minnki ekki álag á innviði bæjarins á næstunni en hugsanlega til lengri tíma.

Afgreiða á frumvarp fjármálaráðherra um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík á Alþingi í dag. Ráðherra segir þetta hafa mikil áhrif á stöðu ríkissjóðs og endurskoða þurfi fjármálaáætlun.

Kalt vatn er komið á hafnarsvæðið í Grindavík. Fullum þrýstingi verður ekki hleypt á kerfið strax en þá ætti koma í ljós hversu mikið tjón varð á vatnsveitunni.

Ólögmætt samráð Eimskips og Samskipa kostaði íslenskt samfélag tæplega 62 milljarða króna. Formaður Neytendasamtakanna segir þetta ótrúlegar upphæðir og alvarlegt fyrirtæki komist upp með slíkt.

Rússar tilkynntu í morgun þeir hefðu lagt undir sig þorp í Austur-Úkraínu. Dönsk stjórnvöld hafa tilkynnt stuðning til Úkraínu næstu tíu árin.

Staðan í fráveitumálum Hvergerðinga er grafalvarleg og frekari uppbygging í bænum sögð ómöguleg nema bætt verði úr. Bærinn áformar verja hálfum milljarði í fráveitu.

Grænland kynnti í gær nýja stefnu í utanríkis,- öryggis- og varnarmálum til næstu tíu ára. Þar er meðal annars stefnt því draga úr spennu á Norðurslóðum og auka samstarf við Norður-Ameríku og Ísland.

Sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit var tekið í notkun í Hvalfjarðargöngunum í dag. Forstöðumaður hjá Vegagerðinni segir tilganginn ekki hanka fólk heldur auka umferðaröryggi.

Frumflutt

22. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir