Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 12. október 2023

Íbúar Gaza ekkert vatn, rafmagn eða eldsneyti fyrr en Hamas-liðar sleppa yfir hundrað gíslum, segja ísraelskir ráðamenn. Meira en þrettán hundruð hafa látið lífið í loftárásum og yfir sex þúsund særst.

Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna stefna á kynna breytingar á ríkisstjórn á laugardaginn. Þeir funduðu í morgun en formaður Sjálfstæðisflokksins segir ráðherraskipan enn ekki liggja fyrir. Hart var deilt á veru fjármálaráðherra á Alþingi í morgun en engum fyrirspurnum var beint til hans.

Á sjötta tug björgunarsveitarmanna voru kallaðir út í morgun vegna bíla sem sátu fastir á Hellisheiði í aftakaveðri. Vetrarfærð er á landinu.

Norska lögreglan bar í gær út umhverfismótmælendur sem höfðu komið sér fyrir í stórþinginu og neitað yfirgefa salinn. Mótmælendur fluttu sig í morgun í orkufyrirtæki og lokuðu fyrir inngang þess með Gretu Thunberg í broddi fylkingar.

Ofbeldismenn á Íslandi tengjast langflestir þolendum sínum vináttu- eða fjölskylduböndum. Fáir þeirra eru kærðir fyrir ofbeldið og enn færri dóm.

Maður sem grunaður er um reyna drekkja fyrrverandi kærustu sinni í læk í skóglendi nálægt höfuðborgarsvæðinu í ágúst hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram til loka þessa mánaðar.

Dæmi erum um börn foreldra sem sótt hafa um alþjóðlega vernd hér á landi hafi beðið eftir skólavist svo mánuðum skiptir.

Hundrað börn í þeirri stöðu hefja nám í nýrri skóladeild á Ásbrú í Reykjanesbæ eftir helgi.

Frumflutt

12. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,