Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 11. september 2023

Ekkert neðansjávareftirlit var í nærri þrjá mánuði með sjókvínni í Patreksfirði áður en tvö göt komu í ljós í lok ágúst. Nærri allir eldislaxarnir sem fundust í ám og Hafrannsóknastofnun hefur greint, komu úr götóttu kvínni. Fundur um málið var í matvælaráðuneytinu fyrir hádegi.

Björgunarfólk frá fjórum löndum er tekið til starfa til Marokkó vegna jarðskjálftans á föstudagskvöld. Enn hefur ekki tekist til sumra allra þorpa sem illa urðu úti. Hátt í 2.500 hafa fundist látnir.

Héraðssaksóknari hefur ákært þrjá í umfangsmiklu skattsvikamáli sem oftast er kennt við félagið Sæmark Sjávarafurðir og eiganda þess. Upphaf þess rekja til Panamaskjalanna.

Formaður Kennararsambandsins segir draga verði lærdóm af því þegar viðkvæmar persónuupplýsingar nemenda í Lágafellsskóla fóru á samfélagsmiðla en hann telur skólinn hafi brugðist rétt við.

Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, er á leið til Rússlands til fundar við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Hann hefur ekki farið úr landi í rúm fjögur ár.

Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir námsefni í kynfræðslu, sem vakið hefur athygli á samfélagsmiðlum og sætt harðri gagnrýni, sett fram til sporna gegn áhrifum kláms.

Frumflutt

11. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,