Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 16. mars 2024

Búið er koma 200 tonnum af hjálpargögnum, sem flutt voru sjóleiðina til Gaza í gær, í dreifingu til bágstaddra. Flytja tífalt fleiri hjálpargögn með einu skipi en hægt er gera úr lofti og á landi.

Halla Tómasdóttir hefur boðað til blaðamannafundar á morgun vegna yfirvofandi forsetaframboðs.

Meiri óvissa er en oft áður um næstu stýrivaxtaákvörðun. Sérfræðinga greinir á um hvort vextir verða óbreyttir hvort vextir verða loks lækkaðir.

Fyrrverandi þingkona og forstöðumaður Fjölmenningarseturs segir fyrirhugað frumvarp um gera íslenskukunnáttu skilyrði í leigubílaakstri ekki í nokkru samræmi við stefnu stjórnvalda um inngildingu.

Dóttir leiðtoga Norður-Kóreu þykir líklegt sem næsti leiðtogi landsins. Ríkismiðlar í landinu töluðu um hana í gær, á sama hátt og gert er um leiðtogann sjálfan.

Leitin besta kokki norðurskautsins stendur yfir í Menntaskólanum í Kópavogi.

Frumflutt

16. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir