Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 15. febrúar 2024

Stefnt er á leyfa aukna atvinnustarfsemi í Grindavík í næstu viku, segir ríkislögreglustjóri, og koma þannig til móts við ákall atvinnurekenda. Fundað verður með þeim síðdegis í dag.

Fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi um uppkaup á íbúðarhúsnæði Grindvíkinga á Alþingi í dag.

Ísraelsher hefur ráðist inn á spítala í Khan Younis á Gaza og sakar Hamas um halda gíslum þar.

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er bjartsýn á kjarasamningi við verkalýðshreyfinguna. Sáttasemjari hefur ekki boðað til fundar í deilunni.

Deilur á Bandaríkjaþingi um stuðning við Úkraínu hafa þegar komið niður á getu Úkraínumanna til verjast innrás Rússa dómi framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Ísland og Litáen ætla leiða samstarf um sprengjuleit og sprengjueyðingu í Úkraínu.

Niðurstöður loðnumælinga suðaustur af landinu gefa enn ekki ástæðu til mikillar bjartsýni. Sveitarfélög sem treysta á loðnuna geta orðið af miklum tekjum ef ekkert veiðist á vertíðinni.

Foreldrar barna sem beitt voru ofbeldi í grunnskólanum í Borup í Danmörku segjast engin svör hafa fengið á fundi með bæjaryfirvöldum í gær.

Úrslitavika bikarkeppninnar í blaki hefst í dag með undanúrslitum í kvennaflokki í Digranesi í Kópavogi. Þar á KA titil verja.

Frumflutt

15. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir