Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 30. ágúst 2023

Tilkynnt hefur verið um eldislax í minnsta kosti átta laxveiðiám á Norðvesturhorninu síðustu daga. Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir þetta stóra umhverfisslysið sem varað hafi verið við um árabil. Sjókvíaeldi verði banabiti íslenskra laxastofna ef stjórnvöld grípa ekki í taumana.

Útsölulok og hækkandi verð á húsgögnum og heimilisbúnaði höfðu mest áhrif verðbólgu í ágúst. Síðustu tólf mánuði skera tveir flokkar sig úr sem helstu verðbólguvaldarnir; matur og drykkur annars vegar og hótel og veitingastaðir hins vegar.

Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhald hvalveiða, en tímabundið bann við veiðum á langreyði rennur út á morgun. Matvælaráðherra bíður eftir ráðgjöf sérfræðinga, í vinnslustöð Hvals er allt til reiðu.

minnsta kosti tveir fórust í árásum Rússahers á höfuðborg Úkraínu í nótt. Rússar hóta hefnda vegna árása í sex héruðum Rússlands í nótt.

Rennsli í Skaftárhlaupi hefur aukist hægt en stöðugt frá því í gær. Náttúruvársérfræðingur segir hlaupið í meðallagi stórt.

Herinn í Gabon hefur rænt völdum og fangelsað forseta landsins, sem var endurkjörinn um síðustu helgi. Herinn viðurkennir ekki úrslit forsetakosninganna og telur rangt hafi verið haft við.

Fjórða stigs fellibylurinn Idalía nálgast Flórída og fjöldi fólks hefur flúið heiman. Óttast er óveðrið verði hættulegt og skilji eftir sig slóð eyðileggingar.

Óskar Hrafn Þorvaldsson segist ekki hafa verið mótmæla neinu þegar lið hans Breiðablik mætti seint til leiks gegn Víkingum í Bestu deild karla á sunnudaginn. Nýr landsliðshópur karla í fótbolta var kynntur í morgun; margar breytingar eru frá því síðast og einn nýliði er í hópnum; Orri Steinn Óskarsson.

Frumflutt

30. ágúst 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,