Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 30. nóvember 2023

Neytendasamtökin og VR telja nýlegar breytingar Credit Info hugsanlega fara á svig við lög og starfsleyfi fyrirtækisins. Fólk sem ekki hafi verið í vanskilum lendi í vandræðum vegna uppfærslu á lánshæfismati.

Vopnahlé á Gaza var í morgun framlengt um einn sólarhring. Ótti ríkir um Ísraelsher ætli hefja árásir þar nýju. Sést hefur til herþotna á sveimi.

Verið er landa í Grindavíkurhöfn í fyrsta sinn síðan bærinn var rýmdur. Atvinnustarfsemi hófst í bænum í vikunni en fyrirtæki búa við ólíkar aðstæður og ekki hægt hefja þar alla starfsemi.

Alþjóða veðurfræðistofnunin segir fjölmörg loftslagsmet verði slegin á þessu ári. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hófst í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í morgun.

Rúmlega tvöhundruð umsóknir hafa borist Hjálparstarfi kirkjunnar um aðstoð fyrir jólin. Félagsráðgjafi hjá samtökunum býst við fleiri sæki um en síðustu ár.

Henry Kissinger fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna lést í gær 100 ára aldri. Hans er helst minnst fyrir aðkomu sína Víetnamstríðinu og samskiptum við Kína.

Mótmæli hafa verið boðuð við Kópavogsvöll þar sem Breiðablik leikur við ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv.

Tveir nýir umræðuþættir hefja göngu sína í íslenskum fjölmiðlum á morgun. Heimildin sendir út Pressu í hádeginu, en Spursmál hefja göngu sína á mbl.is klukkan tvö.

Frumflutt

30. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,