Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 20. desember 2023

Dregið hefur úr virkni og óróa í eldgosinu við Sundhnúk á Reykjanesskaga. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir hættulegt dvelja í Grindavík og hefur bannað alla viðveru þar til 28. desember. Aukin gosmengun var í Reykjanesbæ í morgun.

Stjórn KFUM og KFUK segir vitnisburður sem samtökin hafa fengið undanfarið um kynferðislega áreitni séra Friðriks Friðrikssonar, stofnanda samtakanna, hafinn yfir skynsamlegan vafa. Knattspyrnufélagið Valur hefur fjarlægt styttu af Friðriki af lóð sinni.

Suður-Evrópuríkin fagna nýju samkomulagi ESB-ríkjanna í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Í því felst hert eftirlit en Ungverjar eru afar mótfallnir samkomulaginu.

Formaður Starfsgreinsambandsins segir vonbrigði ekki hafi náðst samkomulag allra félaga innan ASÍ um sameiginlega kröfugerð fyrir komandi viðræður. Flest félög innan ASÍ séu sammála um mikilvægi þess niður verðlagi og vaxtastigi.

Stjórnsýslufræðingur segir þröskuldinn fyrir sendiherratign hafa verið lækkaðan með tilnefningu fyrrverandi aðstoðarmanns utanríkisráðherra í embætti sendiherra í Washington. Upphefðin fágæt.

Háskólaráðherra talaði minnst á þingi fyrir jólafrí. Píratinn Björn Leví Gunnarsson var málglaðastur.

Útlit er fyrir hvít jól um nánast allt land.

Frumflutt

20. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,