Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 1. mars 2024

Verkalýðsfélögin undirbúa verkföll og ræstingafólk gæti lagt niður störf upp úr miðjum mánuðinum verði ekki samið fyrr. Fundur sem stendur yfir getur ráðið miklu um framhaldið.

Þúsundir stuðningsmanna Alexeis Navalnís eru samankomnir í Moskvu til fylgja honum til grafar. Vopnaðir lögreglumenn fylgjast með.

Fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð hefja hugsanlega meirihlutaviðræður eftir upp úr samstarfi Framsóknar og Fjarðalista slitnaði í gær. Framsókn segir trúnaðarbrest hafa orðið þegar bæjarfulltrúi Fjarðalista greiddi atkvæði gegn sameiningum skóla.

Hús í Grindavík sem ekki standa nálægt sprungum og misgengjum eru almennt lítið skemmd. Það styttist í eigendur húsa sem skemmdust lítið fái matsgerðir vegna eigna sinna.

Kaldavatnslögnin sem rofnaði í Hlíðunum í Reykjavík í gærkvöld fór í sundur undir hitaveitustokk. Grafa þarf betur frá lögninni til komast rót vandans.

Sala nýrra bíla var nærri helmingi minni fyrstu tvo mánuði ársins, samanborið við síðasta ár. Óvissu í efnahagsmálum er um kenna, mati framkvæmdastjóra FÍB.

Alexander Stubb tók við sem forseti Finnlands í dag.

Frumflutt

1. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir