Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 13. júní 2024

Formaður Landssambands lögreglumanna segir lögreglumenn hafa fengið líflátshótanir í tengslum við mótmæli undanfarið. Harka í samfélaginu hafi aukist til muna og hafi mikil áhrif á störf lögreglu.

Aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir erindi fjármálaráðherra til embættisins um netsölu áfengis hafi engin áhrif á rannsóknina. Afskipti ráðherra séu ekki til fyrirmyndar í réttarríki.

Þung orð féllu á Alþingi við upphaf þingfundar þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir slæleg vinnubrögð. Forsætisráðherra var sagður vanhæfur og honum líkt við ofdekraðan smástrák.

Lokað var Dettifossi í morgun, þar eru aðstæður mjög varasamar, krapi og vatn flýtur yfir göngustíga. Þjóðgarðsvörður segir óljóst hvenær hægt verður opna aftur.

Fyrsti heildarsamningur ríkisins við tannlækna hefur verið undirritaður . Samningnum er ætlað tryggja greiðsluþátttöku fyrir börn, aldraða og öryrkja til næstu fimm ára.

Netárásir voru gerðar á ríkisstofnanir í Sviss sem koma friðarráðstefnu um Úkraínu um helgina. Ekki voru unnar varanlegar skemmdir og truflun var minniháttar, samkvæmt Netöryggisstofnun landsins.

Evrópudómstóllinn hefur sektað Ungverjaland um 200 milljónir evra, sem jafngilda rúmum 30 milljörðum króna, fyrir neita hlíta lögum um hælisleitendur.

Og í fréttatímanum heyrum við af Bíladögum sem byrjuðu á Akureyri í morgun.

Frumflutt

13. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir