Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 23. júní 2024

Lilja Rafney Magnúsdóttir varaþingmaður Vinstri grænna hefur sagt sig úr flokknum eftir þingmenn hans samþykktu frumvarp um kvótasetningu á Grásleppu. Hún segist skilja við flokkinn með sorg í hjarta.

Tugir mála voru afgreidd á Alþingi rétt fyrir þinglok seint í gærkvöldi og mörg lög sett sem varða sölu ríkiseigna, heimildir lögreglu, mannréttindi og umhverfis- og orkumál.

Svo virðist sem hraunkæling og styrking varnargarða hafi gefið góða raun í baráttunni við hemja hraunflæði yfir varnargarðana við Sýlingarfell. Enn er sprautað á hraunið sem virðist ekki lengur renna fram.

Maður sem er sakaður um hafa stungið tvo menn í Kópavogi um helgina hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Þeir sem urðu fyrir árásinni voru fluttir á bráðamóttöku annar þeirra með lífshættulega áverka.

Ísraelskir hermenn bundu særðan Palestínumann við jeppa í gær og óku með hann um borgina Jenin. Herinn ætlar rannsaka málið.

Í dag er ár síðan leiðtogi Wagner-liða gerði uppreisn gegn stjórnvöldum í Rússlandi. Talið er flestir liðsmenn Wagner berjist fyrir ýmsar deildir Rússlandshers.

Frumflutt

23. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,