Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 4. apríl 2024

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir brýnt á hreint hvort forsætisráðherra ætli bjóða sig fram til forseta. Komi til þess eðlilegt viðræður verði teknar upp um áframhald ríkisstjórnarsamstarfs við nýja forystu Vinstri grænna. Engir formlegir fundir hafa þó verið boðaðir í dag.

Þrýstingur eykst stöðugt á ríkisstjórn Bretlands hætta senda vopn til Ísrael, eftir Ísraelsher drap starfsfólk hjálparsamtaka í loftárás á Gaza. Stofnandi samtakanna segir árásina ekki hafa verið slys.

Hagnaðardrifin leigufélög hafa mjög sterk ítök á leigumarkaði í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Sex af hverjum tíu íbúðum sem þar eru leigðar út eru í eigu þessara leigufélaga.

Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins kallaði eftir samstöðu Bandaríkjanna við önnur aðildarríki NATO, í ávarpi sem hann hélt á sjötíu og fimm ára afmælishátíð bandalagsins í morgun. Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna funda í Brussel, meðal annars til undirbúa leiðtogafundinn í Washington í sumar.

Fjársöfnun Solaris-samtakanna fyrir brottflutning Palestínufólks af Gaza hefur verið kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki var full samstaða í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands um halda stýrivöxtum óbreyttum í mars. Varaseðlabankastjóri vildi lækka vexti um 0,25 prósent.

Enn er snjóflóðahætta til fjalla á Norður- og Austurlandi. Veðurstofan varar fólk við ferðum í brattlendi.

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er á lokametrunum í undirbúningi sínum fyrir fyrsta leik í undankeppni Evrópumótsins sem verður gegn Póllandi á morgun.

Frumflutt

4. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir