Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 31. mars 2024

Fólki líður ekki vel með vera einangrað dögum saman, segir Seyðfirðingur. Þaðan hefur verið ófært í þrjá sólarhringa og vegurinn yfir Fjarðarheiði verður ekki opnaður í dag. Hríðarveður gengur yfir norðanvert landið og fjallvegir eru víða lokaðir.

Visbendingar eru um ferðamenn eyði meiru hér á landi en haldið hefur verið fram. Stór fyrirtæki í ferðaþjónustu eru ekki inni í tölum um greiðslukortanotkun ferðamanna. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir þetta skekkja myndina.

Allra augu beinast Istanbúl í borgarstjórnarkosningum í Tyrklandi í dag. Spennan snýst um það hvort andstæðingi Erdogans forseta takist halda sæti borgarstjóra.

Biskup Íslands talaði um trúverðugleika og falsfréttir í síðustu páskadagsprédikun sinni í morgun. Forseti Íslands gerði samspil vísinda og trúar umræðuefni í síðustu páskadagshugvekju sinni í Dómkirkjunni.

Bandarískur þingmaður er harðlega gagnrýndur fyrir stinga upp á því sömu aðferðum beitt á Gaza og í Japan í lok seinni heimsstyrjaldar. Sjálfur kveðst hann aðeins hafa verið nota myndlíkingu.

Sumartími gekk í garð í Evrópu í nótt. Því fylgja bjartari sumarkvöld og aukinn tímamismunur milli Íslands og meginlandsins.

Frumflutt

31. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir