Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 10. maí 2024

Yfir hundrað þúsund manns hafa flúið borgina Rafah syðst á Gaza vegna yfirvofandi innrásar Ísraelshers. Bandaríkin hætta vopnasendingum til Ísraels ef af innrás verður, en forsætisráðherra Ísraels segir landsmenn þá berjast með kjafti og klóm ef þörf krefur.

Skammvinn smáskjálfthrina gekk yfir gosstöðvarnar við Sundnhnúksgíga í nótt. Náttúruvársérfræðingur segir mögulega hafi þetta verið lítið kvikuhlaup.

Kíghóstafaraldur gengur yfir Evrópu og fimmtíu og fimm hafa greinst með sjúkdóminn hérlendis. Landlæknir biður veika sýna sérstaka aðgát. Fólk getur verið smitandi í allt fimm vikur.

Ekki liggur fyrir hversu mörg börn pláss á leikskólum borgarinnar. Fyrsta hluta innritunar lýkur í dag.

Matvælaráðherra bíður enn gagna áður en ákvörðun verður tekin um hvort leyfi verði gefin út til hvalveiða í sumar. Hvalveiðivertíðin ætti hefjast í næsta mánuði.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir fyrirhugaðar breytingar á fjölskyldusameiningu í frumvarpi dómsmálaráðherra. Breytingin felur í sér tveggja ára biðtíma áður en hægt er sækja um sameiningu.

Formaður félags framhaldsskólakennara segir vanfjármögnun framhaldsskólastigsins komi fyrst og fremst niður á mikilvægri stoðþjónustu. Fjármagn fylgi ekki metnaðarfullum væntingum ráðuneytis menntamála.

Ágreiningur vegna þjálfarateymis er sagður vera ástæða þess Óskar Hrafn Þorvaldsson lét af störfum sem þjálfari norska liðsins Haugesund.

Frumflutt

10. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir