Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 12. apríl 2024

Áform um sölu á eftirstandandi hlutum ríkisins í Íslandsbanka ganga óbreytt eftir í meðförum nýs fjármálaráðherra sem mælir fyrir sölunni á Alþingi í næstu viku. Gert er ráð fyrir fjármálaáætlun verði lögð fram seinna í sömu viku. Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar var í morgun.

Undirskriftalisti gegn Bjarna Benediktssyni sem forsætisráðherra, hefur lítið annað en táknræn áhrif mati prófessors í stjórnmálafræði.

Ísraelsher særði sjötíu Palestínumenn, hið minnsta, í árásum á flóttamannabúðir á Gaza í morgun. Þá drap herinn tvo á Vesturbakkanum.

Fasteignafélagið Þórkatla keypti fyrstu eignirnar í Grindavík í morgun. Ólíklegt er skólahald verði í bænum næsta skólaár.

Heilbrigðisráðherra Noregs sagði af sér í morgun vegna ritstuldar í meistararitgerð fyrir þremur árum. Þetta er annar norski ráðherrann sem hættir vegna ritstuldar á árinu.

Ráðgjafamiðstöðin Foreldrahús þarf leggja niður starfsemi í sumar, nema aukið fjármagn komi til. Úrræðið tekur á hegðunar-, tilfinninga- og vímuefnavanda barna.

Heilbrigðiseftirlit Austurlands gefur Fjarðabyggð þrjár vikur til skila úrbótaáætlun vegna myglu í Breiðabliki sem er húsnæði aldraðra í Neskaupstað. Bæði íbúar og starfsfólk hafa fundið fyrir óþægindum.

Stöð 2 hefur ákveðið gera sjónvarpsfréttatíma sína aðgengilega á en þeir hafa verið í læstri dagskrá síðustu þrjú ár.

Frumflutt

12. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,