Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 2. júní 2024

Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti Íslands. Hún hlaut örugga kosningu, rúm 34 prósent atkvæða. Hátt í 80 prósent kjósenda nýttu atkvæðisrétt sinn. Kjörsókn hefur ekki verið meiri í nærri þrjá áratugi.

Halla segist þakklát, stuðningurinn meiri en hún þorði vona. Hún fékk umtalsvert meira fylgi en síðustu skoðanakannanir gáfu til kynna.

Landsmenn sem fréttastofa hitti í morgun voru almennt ánægðir með niðurstöður kosninganna.

Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Ísraels hafa hótað hætta ef forsætisráðherrann samþykkir vopnahlé áður en Hamas hefur verið upprætt. Slíkt myndi líklega leiða til falls ríkisstjórnarinnar.

Sjómannadeginum er fagnað um allt land í dag - Grindvíkingar halda daginn hátíðlegan í Reykjavík þessu sinni.

Real Madrid varð í gærkvöldi Evrópumeistari í fótbolta í 15. sinn. Ekkert lið hefur unnið Meistaradeildina jafnoft og enginn þjálfari hefur stýrt liði jafnoft til titilsins og Carlo Ancelotti sem vann sinn fimmta titil sem þjálfari.

Frumflutt

2. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir