Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 25. febrúar 2024

Fundað er í karphúsinu, fimmta daginn í röð. Formaður Starfsgreinasambandsins segir vinnu miða vel en á von á því það taki nokkra daga til viðbótar landa samningum.

Ísraelsk stjórnvöld samþykktu drög samningi um vopnahlé í gær og stefnt er á halda viðræðum áfram í Katar. Heilbrigðisráðuneyti Hamas segir minnst 86 hafa verið drepna í árásum Ísraelshers síðsta sólarhringinn.

Donald Trump hafði betur gegn Nikki Haley á hennar heimavelli í Suður-Karólínu í gær. Trump hefur tryggt sér sigur í öllum þeim fjórum ríkjum þar sem forvali Repúblikana er lokið.

Viðbúið er kostnaður við matvælaframleiðslu hækki umtalsvert á næstu árum vegna krafna um breytta búskaparhætti vegna loftslagsbreytinga. Mótmæli bænda snúast meðal annars um verri afkomu vegna aukinna krafna frá yfirvöldum.

Konudagurinn er í dag og nóg um vera í blómabúðum landsins.

Kosið er til málamynda í Hvíta-Rússlandi í dag. Forsetinn Aleksander Lukashenka tilkynnti við það tilefni hann ætli bjóða sig aftur fram á næsta ári.

Færeyingar fylla skíðabrekkurnar í Hlíðarfjalli þessa dagana. Margir þeirra nota tækifærið til heimsækja frændfólk á Akureyri.

Fimm lög eru komin í úrslit Söngvakeppninnar sem verða á næsta laugardag. Björgvin Halldórsson var tekinn inn í Heiðurshöll Söngvakeppninnar 2024.

Leikur Tyrklands og Íslands í undankeppni EM í körfubolta hefst innan skamms. Íslenska liðið freistar þess fylgja eftir góðum sigri á Ungverjum.

Frumflutt

25. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,