Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 6. maí 2023

Óvíst er hvaða stofnun hefur eftirlit með markaðssetningu upprunavottorða fyrir græna orku. Evrópusamtök útgefenda upprunaábyrgða stöðvuðu í lok síðasta mánaðar alla útgáfu slíkra vottorða frá Íslandi. Framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun segir óljóst hver á bera kostnaðinn.

Formaður BSRB á ekki von á því viðskiptabankarnir sýni samfélagslega ábyrgð í því ástandi sem ríkir. Seðlabankastjóri biðlaði til bankanna á dögunum sýna ábyrgð, en þeir hafa hagnast mjög á vaxtahækkunum Seðlabankans.

Karl þriðji Englandskonungur var krýndur við hátíðlega athöfn laust fyrir hádegi. Yfir tvö þúsund manns voru viðstödd hátíðina. Sex mótmælendur gegn konungsdæminu voru handteknir.

Akureyrarveikin, sem greindist fyrst hér fyrir 75 árum, gæti nýst við rannsóknir á eftirköstum Covid-19. Þetta segir læknir sem stendur málþingi um sjúkdóminn í dag. Stór hópur þeirra sem veiktust glímdi við langtíma eftirköst.

Evrópusambandið og sænsk yfirvöld hafa fordæmt aftöku á írönskum manni með sænskt ríkisfang fyrir hryðjuverk. Grunur leikur á játning hans hafi verið þvinguð.

Margar þjóðir gætu sniðgengið Ólympíuleikana í París á næsta ári - ef íþróttamönnum frá Rússlandi verður heimiluð þátttaka. Forseti íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segir margar þjóðir leggist gegn banni.

Frumflutt

6. maí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,