Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 18. janúar 2024

Snurða er hlaupin á þráðinn í kjaraviðræðum stóru verkalýðsfélaganna við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir SA hafa kynnt algerlega óásættanleg leið í viðræðunum sem komi hálaunuðum til góða á kostnað láglaunafólks. Framkvæmdastjóri SA segir tillögu samtakanna vera krónutöluleið sem taki mið af launaskriði og líkleg til standa undir nafni þjóðarsáttar.

Ekki verður unnið því koma rafmagni og vatni á hús í Grindavík í dag, vegna slæmra veðurskilyrða sem hafa í för með sér aukna hættu. Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni á þessum slóðum.

Auðveldari aðgangur almenningssamgöngum myndi vonandi koma í veg fyrir meira brottfall grindvískra barna úr íþrótta- og tómstundastarfi. Það er þegar mikið enda erfitt halda úti skipulögðu starfi í nærumhverfi barnanna.

Árásardróna var grandað yfir Pétursborg í Rússlandi í nótt. Þetta var í fyrsta sinn, síðan Rússar réðust inn í Úkraínu, sem sprengjum er beint borginni sem er næst stærsta í landinu.

Nýtt öryggisfjarskiptakerfi á vegum Evrópusambandsins verður tekið upp hér á landi á næstunni, náist semja um aðkomu Íslands þessari áætlun. Kerfið þykir vera svar við vaxandi ótta við möguleg skemmdarverk, til dæmis á sæstrengjum.

Tíu þúsund sóttu um verða nýr gítarleikar bandarísku rokkhljómsveitarinnar Smashing Pumpkins. Hver sem er mátti sækja um.

Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur keppni í milliriðli evrópumótsins í handbolta í kvöld. Liðið mætir þá heimamönnum frá Þýskalandi sem leika undir stjórn Alfreðs Gíslasonar.

Frumflutt

18. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,