Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 17. október 2023

Einn lést í bruna við Funahöfða í Reykjavík í gær. Eldsupptök eru ókunn. Brunavarnir í húsinu voru viðunandi, mati yfirmanns hjá slökkviliðinu.

Erlend ríki reyna beita áhrifum sínum til koma í veg fyrir átök Ísraels og Hamas breiðist út um Miðausturlönd. Allsherjarleiðtogi Írans segir ekkert geta stöðvað óvini Ísraels ef loftárásir á Gaza halda áfram.

Maður sem skaut tvo Svía til bana í Brussel í Belgíu í gær lést í skotbardaga við lögreglu í morgun. Forsætisráðherra Svía segir drápin hryðjuverkaárás sem beindist Svíþjóð.

Allt sem biskup hefur gert frá því í fyrrasumar er markleysa, segir lögmaður. Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar segir biskup hafi skort hæfi eftir skipunartími hennar rann út.

Afar ólíklegt er pólska stjórnarflokknum takist mynda meirihluta. Líklegast er Donald Tusk fái umboð til mynda nýja stjórn.

Matvælaráðherra segir ekki tímabært ræða stöðu sína í ríkisstjórninni á meðan álit umboðsmanns Alþingis vegna kæru Hvals eff liggur ekki fyrir. Hún segir skoðanir annarra stjórnarliða á því hafi engin áhrif á sig.

Lagt er til heilbrigðiseftirlit verði flutt frá sveitarfélögum til ríkisins í nýrri skýrslu um eftirlit með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum.

Hagkerfið færist smám saman í átt betra jafnvægi samkvæmt Hagspá Landsbankans, Hagfræðingur bankans segir hátt vaxtastig dragi úr einkaneyslu og fjárfestingu.

Ferðaþjónustufyrirtæki á Borgarfirði eystra hafa sótt neysluvatn á nálæga sveitabæi í hálfan manuð vegna gerlamengunar í vatnsbólinu. Talið er óhreinindi hafi komist í vatnsveituna vegna jarðvegssigs.

Frumflutt

17. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,