Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 7. september 2023

Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir koma til greina seinka framkvæmdum úr samgöngusáttmálanum. Fjármálaráðherra vill endurskoða fjárhagslegar forsendur sáttmálans.

Samskip segja rangt yfir 130% verðhækkun til Alcoa Fjarðaáls árið 2008 hafi verið vegna samráðs við Eimskip. Samkeppniseftirlitið hrapi ályktunum . Verðhækkun hafi verið vegna lífróðurs fyrirtækisins og til fyrirbyggja fækkun siglinga.

Borgaryfirvöld í Nýju-Delí á Indlandi hafa gripið til ráðstafana til halda öpum í hæfilegri fjarlægð frá fundi leiðtoga G-20 ríkjanna sem hefst um helgina. Nokkrir karlar hafa verið þjálfaðir í herma eftir öskrum stórra apa til fæla litla apa.

Helgu Völu Helgudóttur, fyrrverandi þingmanni Samfylkingarinnar og fjölskyldu hennar, var hótað í sumar vegna kaupa Íslands á COVID-19 - bóluefni. Hún segir ekkert réttlæta fjölskyldum þingmanna hótað.

Maður sem hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk slapp úr fangelsi í Bretlandi í gær og gengur enn laus. Hann slapp með því festa sig undir matarflutningabíl.

Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands hefst í dag - þetta er í nítjánda skipti sem hátíðin er haldin og búist er við mörg þúsund gestum.

Tveir margreyndir landsliðsmenn, þeir Aron Pálmarsson og Alexander Petersson snúa aftur á Íslandsmótið í handbolta eftir áralanga fjarveru. Mótið hefst í kvöld, en 20 ár eru frá síðasta deildarleik Alexanders á Íslandi.

Frumflutt

7. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,