Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 26. apríl 2024

Kvikuhólfið undir Svartsengi er komið þolmörkum, segir jarðeðlisfræðingur. Óvissa um framhaldið meiri en áður enda mjög óvenjulegt land rísi á sama tíma og gýs.

Tólf skiluðu listum yfir meðmælendur í morgun vegna framboðs til embættis forseta Íslands. Það skýrist eftir helgi hversu mörg þeirra verða í framboði.

Kínverjar og Bandaríkjamenn eiga vera félagar, ekki fjendur. Þetta sagði forseti Kína við utanríkisráðherra Bandaríkjanna sem heimsótti hann í morgun. Samband ríkjanna tveggja fer batnandi, þótt stöðugt reyni á það.

Formaður Stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur vonar hægt veðri birta tilteknar upplýsingar úr skýrslu Innri endurskoðunar borgarinnar um Ljósleiðarann. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir skýrsluna innihalda upplýsingar um trúnaðarbrot og eiga erindi við almenning.

Hátt í fjögur hundruð lík hafa verið grafin upp úr þremur fjöldagröfum við Nasser-sjúkrahúsið í Khan Younis á Gaza. Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið kalla eftir óháðri alþjóðlegri rannsókn á málinu.

Enn eru engar lausnir í sjónmáli fyrir eldri borgara frá Grindavík. Forstöðumaður heimaþjónustudeildar segir tíma til kominn ríkið beiti sér fyrir þennan hóp fólks. Á næstu mánuðum munu hátt í fimmtíu þeirra missa húsnæði sín.

Frumflutt

26. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir