Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 30.maí 2024

Nokkuð hefur dregið úr krafti eldgossins í Sundhnúksgígaröðinni og hverfandi líkur eru á það valdi frekara tjóni.

Enn er rafmagnslaust í Grindavík og óljóst er hvenær hægt verður ráðast í viðgerðir. Ekki eru sýnilegar skemmdir á fráveitu- og lagnakerfum bæjarins.

Veðurstofan hefur fengið fjölda tilkynninga um blámóðu sem liggur yfir víða á Austur- og Norðurlandi.

Ísraelsher segist hafa náð stjórn yfir öllum landamærum Gaza og Egyptalands. Hernaður í og við borgina Rafah færist sífellt í aukana

Verðbólgan eykst lítillega á milli mánaða og það veldur sérfræðingum áhyggjum. Óttast er verðbólgan verði þrálátari og hjaðni hægar en vonir stóðu til.

Fasteignamat sumarhúsa hækkar mikið en raunvirði íbúða hefur lækkað í fyrsta sinn í meira en áratug. Nýtt fasteignamat var kynnt í dag.

Heimild fyrir Úkraínuher til nota vestræn vopn innan landamæra Rússlands, verður líklega ofarlega á baugi á fundi utanríkisráðherra NATÓ-ríkja í Prag síðdegis.

Fyrirliði körfuboltaliðs Grindavíkur segir sárt hafa ekki náð færa Grindvíkingum titilinn eftir erfiða mánuði. Valsarar og FH-ingar lyftu bikurum í gærkvöldi

Frumflutt

30. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,