Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 5. júlí 2024

Keir Starmer er tekinn við stjórnartaumum í Bretlandi. Rishi Sunak sagði af sér í morgun og ætlar hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins eftir afhroð í þingkosningunum í gær.

Fyrrverandi starfsmenn Skagans 3X hafa þrátt fyrir gjaldþrot þurft hlaupa til og bjarga málum hjá útgerðum sem nota mikinn og flókinn búnað frá fyrirtækinu. Óvissa er um varahluti.

Þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa fulla trú á hægt efla atvinnulíf á Akranesi á ný. Gjaldþrotið mikið reiðarslag og þurfi samstillt átak um atvinnuuppbyggingu.

Ökumenn, sem njóta bifreiðahlunninda og aka á vistvænum bílum, þurfa greiða lægri hlunnindaskatt samkvæmt reglum sem taka gildi síðar í mánuðinum.

Danska lögreglan hefur ákært Nordea, einn stærsta banka Norðurlandanna, í umfangsmiklu peningaþvættismáli. Talið er tugir milljarða danskra króna hafi verið þvættaðir í gegnum bankann.

Svikarar þykjast bjóða upp á streymi frá Landsmóti hestamanna á samfélagsmiðlum. Forsvarsmenn mótsins biðja landsmenn vara sig á þeim.

Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir hlaut í dag keppnisrétt á Ólympíuleikunum í París. Hún er fimmti Íslendingurinn til staðfestan þátttökurétt á leikunum.

Frumflutt

5. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir