Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 5. september 2023

Mótmælendur eru enn í möstrum tveggja hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn. Aðstoðarlögreglustjóri segir mótmælin brjóti í bága við hegningarlög og fólkið stefni eigin heilsu í hættu. Stuðningsmenn mótmælanna gagnrýna vinnubrögð lögreglu.

Leiðtogi Norður-Kóreu fer til fundar við Rússlandsforseta á næstunni ræða vopnasölu. Þetta fullyrða bandarískir fjölmiðlar og bandarísk stjórnvöld hóta refsiaðgerðum.

Umferð er komast í eðlilegt horf á Reykjanesbraut eftir vöruflutningabíll valt þar í nótt.

Ágreiningur menntskælinga á Akureyri og bílstjóra rútufyrirtækis náði hámarki þegar rútubílstjóri hleypti úr dekkjum á bíl nemanda. Skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir viðhorf sumra fullorðinna gagnvart ungu fólki sorgleg.

Stjórnarflokkarnir stokka upp formennsku í þingnefndum þegar Alþingi verður sett í næstu viku. Sjálfstæðisflokkur fær formennsku í utanríkismálanefnd og Framsókn tekur við fjárlaganefnd af Vinstri grænum sem formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd og velferðarnefnd.

Styttan af Héðni Valdimarssyni er komin aftur á stall sinn við Hringbraut í Reykjavík eftir fimm ára fjarveru. Styttan var í viðgerð og talsmaður eigenda hennar segir ánægjulegt endurheimta Héðinn.

Serbar urðu í morgun fyrsta þjóðin til tryggja sér sæti í undanúrslitum HM karla í körfubolta á Filipseyjum með öruggum sigri á Litáum.

Frumflutt

5. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,