Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 16. október 2023

Nærri þrjú þúsund eru látin og hátt í tíu þúsund særð eftir loftárásir Ísraelshers á Gaza. Íranar segja Hamas-liða reiðubúna sleppa gíslum ef Ísrael hættir árásum.

Það er skelfingarástand á Gaza, segir framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi. Samtökin krefjast þess börnum sem er haldið í gíslingu verði tafarlaust sleppt og hjálparsamtök fái aðgang átakasvæðunum.

Metkjörsókn var í þingkosningum í Póllandi í gær. Ekki er búist við lokatölum fyrr en á morgun. Samkvæmt útgönguspám er stjórnin fallin þótt Lög og réttlæti áfram stærsti flokkurinn.

Tólf manns, sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd, hafa leitað á náðir neyðarskýlis Rauða krosssins sem var opnað fyrir tæpum þremur vikum.

Hjartalæknir segist sennilega myndu mæla gegn því karlmenn, 30 ára og yngri, yrðu bólusettir við COVID-19 í dag. Tilvik hjartavöðvabólgu í kringum þriðju bólusetningina voru algengust hjá þessum aldurshópi hér á landi.

Prófessor í eldfjallafræði býst ekki við eldgosi á Reykjanesskaga fyrr en næsta sumar þótt landris hafi aukist á Reykjanesskaga.

Ísland á ekki lengur möguleika á komast á Evrópumót karla í fótbolta í undankeppni. EM-draumurinn lifir þó enn. Liðið leikur í kvöld síðasta heimaleikinn í undankeppninni.

Frumflutt

16. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,