Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 17. mars 2024

Eldgos hófst á milli Hagafells og Stóra Skógfells í gærkvöldi eftir skammvinna skjálftavirkni. gýs á þremur stöðum en töluvert hefur dregið úr virkni og gosrennsli. Eldgosið er það fjórða á Reykjanesskaga á jafnmörgum mánuðum.

Hraun rennur hægt og hefur safnast saman í tjarnir við varnargarða við Grindavík. Þær gætu skyndilega brostið, en hraun er þegar farið flæða á litlum hraða úr tjörnunum í átt Suðurstrandarvegi og sjó. Nái það í sjó er hætta á klórgufum og sprengingum.

Hraun flæddi yfir Grindavíkurveg í nótt og Suðurstrandarvegi hefur verið lokað. Þá hefur orðið vart við sig við Nesveg. Raunhæfur möguleiki er á allar leiðir til Grindavíkur lokist, segir Viðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Öllum viðbragsðaðilum verður komið út úr bænum um neyðarleið, ef þörf krefur.

stefnir flæðið rólega í átt bænum Hrauni við Grindavík. Ábúandi þar segist óttast það nái bænum lokum. Hann fékk leyfi til fara heim í gær til bjarga verðmætum.

Vel gekk rýma Grindavík og Bláa lónið þegar gosið hófst í gærkvöldi. Íbúi í Grindavík segir aðdragandinn hafi verið enginn.

Hátt settir meðlimir skuggaráðuneytis Keirs Starmer, leiðtoga Verkamannaflokksins, hafa fundað með reynsluboltum úr flokknum undanförnu. Tilgangurinn er undirbúa þá fyrir ráðherraembætti.

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum. Ekki er talin hætta í byggð svo stöddu.

Fólki er bent á sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Halla Tómasdóttir býður sig fram til embættis Forseta Íslands. Hún tilkynnti um framboð sitt á blaðamannafundi í hádeginu.

Frumflutt

17. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,