Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 10. janúar 2024

Víðtæk leit stendur yfir manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík.

Ísraelsher herðir enn árásir á Gaza. Fimmtán úr sömu fjölskyldu voru drepin í árás á svæði sem herinn segir öruggt. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hittir forseta Palestínu í dag.

Verjandi manns, sem í gær hlaut átta ára dóm fyrir manndráp á Ólafsfirði, gagnrýnir dómurinn þyngri en það sem saksóknari taldi hæfilegt.

Stjórnvöld í Ekvador hafa lýst stríði á hendur glæpagengjum. Ofbeldisalda geisar í landinu, fólk er óttaslegið og þorir vart úr húsi.

Alvotech hefur fengið markaðsleyfi á evrópska efnahagssvæðinu fyrir lyf sem selst þar fyrir 380 milljarða króna á ári.

Gangi spár Ferðamálastofu eftir koma tvær komma fimm milljónir ferðamanna til landsins í ár og hafa aldrei verið fleiri á einu ári.

Matvælaráðherra sem hunsar vilja meirihluta stjórnarþingmanna nýtur hvorki trausts trúnaðar, segir fyrrverandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.

Tveir pólskir þingmenn voru handteknir í forsetahöllinni í Varsjá í gærkvöld, eftir forseti pólska þingsins svipti þá þinghelgi. Uppákoman tengist valdabaráttu milli nýju stjórnarinnar og þeirrar sem réði ríkjum undanfarin átta ár.

Kostnaður við pappírspoka hefði getað farið í hálfan milljarð króna á ári hefði dreifingu ekki verið breytt, segir samskiptastjóri Sorpu. Margra ára birgðir eru á mörgum heimilum.

Frumflutt

10. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir