Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 13. september 2024

Aðgerðum Eflingar vegna vanskila eigenda veitingastaðarins Ítalíu lýkur ekki fyrr en þeir hafa gert upp við starfsfólkið, segir formaður félagsins.

Engin viðbrögð hafi komið frá eigendum veitingastaðarins.

Íslenska heilbrigðiskerfið er afkastamikið við greiningar á ADHD, segir heilbrigðisráðherra. Það geti skýrt mikinn mun á lyfjanotkun hér og í nágrannalöndunum. Gerð grænbókar um notkun lyfjanna er ljúka.

Rússar hafa vísað sex starfsmönnum breska sendiráðsins í Moskvu úr landi vegna gruns um njósnir. Breska utanríkisráðuneytið segir þetta tilhæfulausar ásakanir.

Umhverfissamtökin Náttúrugrið hafa kært vinduorkuver í Búrfellslundi til úrskurðarnefndar. Þau telja áhrif þess á ferðamennsku óásættanleg.

Forstöðumaður á meðferðarheimilinu Lækjarbakka segir fólk virðist ekki vilja hafa meðferðarúrræði fyrir ungmenni nálægt sér. Hún leitar logandi ljósi húsnæði undir starfsemina.

Grænlenskt hafrannsóknaskip hefur rekist á loðnu á Grænlandssundi. Árni Friðriksson er lagður af stað til leitar.

Fólk í smalamennsku á Norðurlandi er varað við snjóflóðahættu og hvatt til forðast brattar og snæviþaktar hlíðar. Hætta er á gangnafólk geti sjálft sett af stað snjó- flóð.

Utanríkisráðherra segir gott samkomulag hafi náðst um mikilvæg atriði, sem skipta hagsmuni Íslands máli, á fundi með varautanríkisráðherra Bandaríkjanna í morgun.

Frumflutt

13. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir