Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 24. febrúar 2024

Rússar hafa sótt á í austanverðri Úkraínu undanfarna daga. Úkraínuher skortir mannafla og vopn - og skotfæri eru af skornum skammti. Tvö ár eru í dag liðin frá því innrás Rússa hófst.

Formleg innganga Svía í Atlantshafsbandalagið verður mögulega í lok næstu viku í höfuðstöðvum NATO í Brussel. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, tilkynnti í gær aðildarumsókn Svía verði afgreidd á ungverska þinginu á mánudag.

Formaður Starfsgreinasambandsins vonast til ljúka samningum við Samtök atvinnulífsins innan skamms. Þeirra er þó ekki vænta í dag þótt fundahöld haldi áfram. Hann óskar VR sem sagði sig frá viðræðum í gær velfarnaðar í sínum viðræðum.

Alvotech fagnar stórum áfanga eftir fyrirtækið hlaut langþráð markaðsleyfi á líftæknihliðstæðu af lyfinu Kumira. Lyfið er eitt það mest selda í heimi og forstjórinn segir bjarta tíma framundan

Fjármálaráðherra freistar þess enn á leysa vanda ÍL-sjóðs. Ráðherra og átján lífeyrissjóðir ætla hefja viðræður um uppgjör á skuldabréfum sjóðsins.

Miðaldra Bretar sem treysta sér ekki lengur til skemmta sér á nóttunni, tækifæri til þess um miðjan dag. Selst hefur hratt upp í öll danspartíin til þessa.

Frumflutt

24. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir