Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 20. febrúar 2024

Ríkisstjórnin náði í morgun samkomulagi um heildarstefnu í málefnum útlendinga. Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir samkomulagið marka tímamót. Hraða á afgreiðslu á umsóknum frá Venesúela um alþjóðlega vernd.

Um hundrað manns fóru til Grindavíkur í morgun - þar á meðal vertinn á Sjómannastofunni Vör. Hann stefnir á opna aftur í vikunni.

Óþreyju er farið gæta meðal iðnaðarmanna vegna hægagangs í kjaraviðræðum. Formaður Rafiðnaðarsambandsins segir ekki langt í land. Stærstu verkalýðsfélögin eiga fund með Samtökum atvinnulífsins í fyrramálið.

Tveggja daga réttarhöld hófust í Lundúnum í morgun vegna beiðni lögmanna uppljóstrarans Julians Assange um áfrýja framsali hans til Bandaríkjanna.

Flugfélagið Play hefur fengið vilyrði frá hluthöfum um aukið hlutafé upp á rúma 2,5 milljarða króna. Forstjóri félagsins segir hlutafjáraukningin styrki reksturinn til lengi tíma.

Hagnaður í landbúnaði jókst um nær fjórðung milli áranna 2021 og 2022. Formaður Bændasamtakanna segir þar muni mestu um aukinn ríkisstuðning.

Rússnesk stjórnvöld hafna því Vladimír Pútín forseti Rússlands eigi þátt í dauða stjórnarandstæðingsins Alekseis Navalní. Fjölskylda hans fær lík hans ekki afhent fyrr en eftir tvær vikur.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin varar við hraðri útbreiðslu mislinga á heimsvísu. Einn hefur greinst hér á landi í mánuðinum og þrír í Danmörku.

Frumflutt

20. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,