Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 19. október 2024

Stjórnmálaflokkarnir stefna flestir á uppstillingar á framboðslistum fyrir kosningar. Í flestum tilvikum verða listar tilbúnir seint í næstu viku. Aðrir eru langt á veg komnir. Framboð einstaklinga hrúgast inn.

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir formanni flokksins hafi verið veitt heimild til stjórnarslita á þingflokksfundi tveimur dögum fyrir stjórnarslit. Þingflokksformaður VG segir samþykktir á landsfundi ekki hafa verið ákvörðun um stjórnarslit.

Tveir voru fluttir á slysadeild eftir eldur kviknaði á meðferðarheimilinu Stuðlum í morgun. Eldsupptök eru ókunn.

Drónaárás var gerð á aðsetur Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels í morgun. Yfir 30 voru drepnir í nýrri árás Ísraelsmanna á flóttamannabúðir í Jabalia á Gaza.

Snagar sem settir voru upp í Álftamýraskóla voru partur af umfangsmiklum viðgerðum og endurnýjun á skólanum segir deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg.

Ísland varð í morgun Evrópumeistari í hópfimleikum kvenna. Þetta er í fjórða sinn sem kvennalið Íslands hampar Evrópumeistaratitlinum.

Frumflutt

19. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir