Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 13. febrúar 2024

Aðilum vinnumarkaðarins er frjálst setja hvaða forsenduákvæði sem er inn í kjarasamninga, segir seðlabankastjóri. Ákvarðanir bankans stýrist þó aldrei af slíku. Hann telur ákvæði um stýrivexti í samningum ekki skynsamlegt.

Viðræður um vopnahlé á Gaza standa yfir í Kaíró. Ísraelar gera enn loftárásir á borgina Rafah.

Vonast er til heitavatnskerfið á Suðurnesjum nái jafnvægi í dag, en bíða gæti þurft til kvölds eftir fullum þrýstingi. HS Orka fylgist vel með kaldavatnslögnum sem einnig fóru undir hraun og eru lífæðar virkjunarinnar í Svartsengi.

Forstjóri Play segir staða flugfélagsins góð og engar líkur á flugfélagið fari í þrot á næstu mánuðum. Umræða um bága stöðu félagsins síðustu daga ósanngjörn.

Saksóknari í hryðjuverkamálinu gerir ekki kröfu um tiltekna refsingu yfir sakborningunum tveimur, heldur leggur það alfarið í hendur dómara meta, í ljósi þess aldrei hafi verið dæmt fyrir slíkt brot áður.

Flugvélar sem rákust saman á flugi úti við Suðurströndina á sunnudag eru ekki flughæfar eftir atvikið. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer með rannsókn málsins, sem talið er alvarlegt.

Lögregla í Gautaborg í Svíþjóð leitar manni sem saknað er eftir eldsvoða í vatnsrennibrautagarði í borginni í gær.

Í dag er sprengidagur og þá er til siðs úða í sig saltkjöti og baunum. Búast við margir standi vel saddir upp frá borðum eftir hádegismatinn.

Frumflutt

13. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,