Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 20.mars 2024

Nýgerðir kjarasamningar höfðu ekki áhrif á stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans, segir seðlabankastjóri. Vextir bankans verða óbreyttir. Talsmenn verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins segja þetta vonbrigði.

Viðbrögð stjórnvalda við fíknivandanum hafa einkennst af stefnuleysi, mati Ríkisendurskoðunar. Meira en 140 hafa látist af völdum ópíóíðaeitrunar á síðustu sjö árum.

Varnar- og öryggismál í Evrópu og hernaðarlegur stuðningur við Úkraínu setja mark sitt á tveggja daga leiðtogafund Evrópusambandsins sem hefst á morgun. Forsætisráðherrar Íslands, Noregs og Lichtenstein sækja einnig leiðtogafundinn.

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði segir ljóst meirihlutinn hafi sagt Geir Sveinsyni, bæjarstjóra upp störfum. Margt hafi bent til þess starfslok hans væru í nánd.

Eldgosið sem er í gangi líkist gosinu í Fagradalsfjalli því það er stöðugt og gæti því haldið lengur áfram segir jarðeðlisfræðingur.

Þeim sem skráðir eru með lögheimili í Grindavík hefur fækkað um sex prósent síðan 10. nóvember þegar kvikugangurinn myndaðist.

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, tilkynnti í hádeginu um framboð sitt til embættis forseta Íslands.

Frumflutt

20. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir