Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 8. mars 2024

Nýgerðir kjarasamningar á almenna vinnumarkaðinum hjálpa Seðlabankanum í baráttu við verðbólgu og auka líkur á vaxtalækkunum, mati aðalhagfræðings Íslandsbanka.

ASÍ vonar aðgerð lögreglu í umfangsmiklu mansalsmáli gefi fyrirheit um aukinn þunga stjórnvalda í baráttunni gegn mansali. Yfirheyrslur og skýrslutökur standa enn yfir bæði sakborningum og vitnum.

Opna á tímabundna fjölskyldu- og skólamiðstöð í Reykjavík fyrir Palestínumennina sem vænst er til landins frá Kaíró.

Bandaríkjaforseti beindi spjótum sínum Donald Trump, hvatti til stuðnings við Úkraínu og vopnahlés á Gaza í stefnuræðu sinni í nótt, þeirri seinustu fyrir forsetakosningar í haust.

Ómakleg aðför landbúnaði og hnignun byggðar eru meðal þess sem bændur, samtök þeirra og sveitarstjórnir víða um land segja um drög reglugerð um sjálfbæra landnýtingu. Þeir óttast veruleg neikvæð áhrif á sauðfjárrækt.

Markmið Fjölmenningarskóla Vesturlands er efla fjölmenningu, íslenskukunnáttu og þekkingu bæði innfæddra og fólks sem er af erlendu bergi brotið. Verkefnið hlaut nýlega sjö milljón króna styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála.

Versluninni Borg í Grímsnesi verður lokað í dag. Verslunarmaðurinn segir stundina erfiða en finnur líka til léttis.

Umferð á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei verið meiri í febrúarmánuði en núna. Hún var tæplega sjö prósent meiri en á sama tíma í fyrra.

Frumflutt

8. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,