Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 7. febrúar 2024

Seðlabankastjóri segir hagkerfið á réttri leið. Þó verði enn halda stýrivöxtum óbreyttum, í 9,25 prósentum, því verðbólga of mikil og óvissa vegna ógerðra kjarasamninga og áhrifa jarðhræringa á ríkisfjármálin.

Tveggja er enn saknað eftir skipsskaða við Færeyjar í gærmorgun. Tveir íslenskir togarar aðstoðuðu við leit mönnunum þangað til seint í gærkvöld.

Vopnahlé á Gaza kemur enn til greina, en utanríkisráðherra Bandaríkjanna viðurkenndi þó í gær mikil vinna væri fyrir höndum. Fjórir mánuðir eru í dag frá árás Hamas á Ísrael.

Varaformaður í utanríkismálanefnd Alþingis segir vandræðalegt fyrir utanríkisráðherra almennum borgurum hafi tekist sækja fólk frá Gaza, en utanríkisþjónustunni hafi enn ekkert orðið ágengt.

Lögreglan í Kaupmannahöfn handtók í gær mann sem er grunaður um hafa banað ungri konu fyrir þrjátíu og fjórum árum. DNA-gögn komu lögreglu á sporið.

Stjórnarmyndunarviðræður í Hollandi eru í uppnámi, eftir einn af fjórum flokkum dró sig út úr viðræðunum í gær. Áform hollenska harðlínumannsins Geert Wilders um verða forsætisráðherra gætu orðið engu.

Formanni Landverndar hugnast ekki áform um virkjun í friðlandinu í Vatnsfirði. Tryggja eigi forgangsorku fyrir fjarvarmaveitur og efla flutningskerfi áður en farið er í aukna orkuöflun.

Frumflutt

7. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir