Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 02. nóvember 2023

Lögregla leitar byssumanns eftir skotárás í Úlfarsárdal í nótt. Skotið var á karlmann en hann er ekki í lífshættu. Talið er árásin tengist útistöðum tveggja hópa. Lögregla hefur aukið viðbúnað um alla borg.

Lús í laxeldi Arctic Fish í Tálknafirði fjölgaði mikið í október. Sérgreinalæknir hjá MAST segir jafnmikla lús ekki hafa áður sést hér á landi.

Sameinuðu þjóðirnar telja mögulega verði árás á flóttamannabúðir á Gaza á þriðjudag skilgreind sem stríðsglæpur. Yfirvöld á Gaza segja Ísraelsher hafa drepið yfir níu þúsund manns síðan 7. október.

Annar varaformaður utanríkismálefndar Alþingis gagnrýnir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra fyrir réttlæta árásir Ísraelsmanna á flóttamannabúðir á Gaza.

Rúmlega fjögur hundruð skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Virkni hefur haldist frekar stöðug undanfarinn sólarhring.

Reykjavíkurborg ætlar semja við hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um þátttöku í þjónustu við heimilislaust fólk. Lengi hefur verið kallað eftir auknu samstarfi í málaflokknum.

Sala á bláa treflinum, árlegu söfnunarátaki til vekja athygli á krabbameini í blöðruhálskirtli, hefst í dag. Á hverju ári deyja hér fimmtíu karlar vegna þess meins.

Frumflutt

2. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,