Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 20. september 2023

Samkeppniseftirlitið er hætt kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í íslenskum sjávarútvegi eftir úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Forsendur fyrir samningi við matvælaráðuneytið séu brostnar.?

Forstjóri Matvælastofnunar vísar á bug fullyrðingum forstjóra Hvals um starfsfólk stofnunarinnar leggi Hval hf í einelti og hafi ekkert vit á sjósókn. Þar stunduð vönduð stjórnsýsla

Verjendur tveggja manna, sem ákærðir eru fyrir undirbúning hryðjuverka, krefjast þess málinu verði vísað frá. Ákæran óskýr og brjóti gegn meginreglunni um tvöfalda refsimeðferð.

Rýmingum vegna skriðuhættu var aflétt á Seyðisfirði í morgun. Vegurinn til Mjóafjarðar er í sundur og vitaverðir á Dalatanga hafa aðeins talstöð til samskipta eftir jarðsig rauf bæði veginn þangað og ljósleiðara.

Á Siglufirði var hvasst fram á nótt en ekki varð frekara tjón sögn slökkviliðsstjóra.

Breska ríkisstjórnin situr á neyðarfundi og ræðir áform forsætisráðherrans um draga úr eða seinka aðgerðum í loftslagsmálum. Áformin hafa vakið hörð viðbrögð umhverfisverndarsinna, bílaframleiðenda og samherja ráðherrans.

Seðlabankinn telur bankarnir geti vel gefið svigrúm til endurfjármögnunar á lánum þegar þau eru ekki lengur á föstum vöxtum.

Stríðandi fylkingar í Nagorno-Karabakh hafa samþykkt vopnahlé um sólahring eftir Aserar hófu árásir á héraðið. Friðarviðræður eiga hefjast á morgun.

Hvorki mælist aflögun mælist á GPS-mælum við Skjaldbreið. Þar hafa mælst rúmlega sex hundruð jarðskjálftar frá því í júní. Skýringin er sennilega spenna sem losnar við landrekshreyfingar.

Frumflutt

20. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,