Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 01. nóvember 2023

Fyrstu sjúkrabílunum með særða Palestínumenn var hleypt frá Gaza í morgun, yfir landamærin Egyptalandi. Árás Ísraela á flóttamannabúðir í gær hefur vakið sterk viðbrögð, önnur slík árás var gerð rétt fyrir hádegi.

Forsætisráðherra segir betur hefði mátt standa samskiptum milli síns ráðuneytis og utanríkisráðuneytisins í aðdraganda atkvæðagreiðslu Sameinuðu þjóðanna um átökin á Gaza. Aðalatriðið þó kröfu um vopnahlé hafi verið haldið skýrt á lofti.

Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni við Þorbjörn. gögn sýna merki um kvikuinnskot vestan við svæðið.

Konu er gert flytja úr íbúð sinni og selja hana því sjúkralið og lögregla voru kölluð þangað rúmlega fjörutíu sinnum vegna ónæðis og umgengni. Lögfræðingur Húseigendafélagsins segir málið ekki einsdæmi.

Yfirdýralæknir hjá MAST hefur lagt til við matvælaráðuneyti reglugerð verði breytt svo ekki þurfi skera allan fjárstofn á þar sem riðuveiki greinist.

Kostnaður vegna erlendra ferðamanna á sjúkrahúsinu á Akureyri er 173 milljónir það sem af er ári. Forstjóri sjúkrahússins segir talsvert umstang vegna þessa.

Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir úrskurður Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Husseins Hussein hafi ekki komið á óvart. Meðferð málsins hafi verið ómannúðleg og brotið lög.

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, tilkynnir í dag leikmannahóp Íslands fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í lok mánaðarins. Ellefu ár eru frá síðasta stórmóti kvennalandsliðsins í handbolta

Frumflutt

1. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,