Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 11. desember 2023

Aðalmeðferð er hafin fyrir dómi vegna manndráps í Ólafsfirði í október 2022. Ákærði svaraði spurningum dómara í dag og sagðist meðal annars ekki hafa vitað af andláti Tómasar Waagfjörð fyrr en daginn eftir.

Hálaunafólk á rétt á kjarabótum til jafns við alla aðra, sögn formanns flugumferðastjóra. Fundur verður í kjaradeilu flugumferðastjóra og Isavia eftir hádegi. Fátt bendir til samningar náist. óbreyttu kemur til vinnustöðvunar í fyrramálið sem mun hafa veruleg áhrif á flugsamgöngur.

Utanríkisráðherra Úkraínu varar við því sem hann kallar hörmulegar afleiðingar, náist ekki samstaða á leiðtogafundi Evrópusambandsins í vikunni um bjóða Úkraínu til aðildarviðræðna. Ungverjar setja sig upp á móti því.

Formaður Kennarasambandsins segir ekki vænlegt taka aftur upp samræmd próf sem mælikvarða fyrir inngöngu nemenda í framhaldsskóla. Samræmd próf í fjórða, sjöunda og níunda bekk geti þó verið gagnleg mælitæki.

Katarskir milligöngumenn segja vopnahlé á Gaza ekki í augsýn en ætla halda áfram reyna. Forsætisráðherra Ísraels segir marga Hamas-liða hafa gefist upp og það sýni endalok samtakanna séu nærri.

Nýr forseti Argentínu segir landa sína mega búast við áfalli ? svo róttækar séu hugmyndir hans um endurreisn efnahags landsins. Javier Milei var settur í embætti í Buenos Aires í gær með mikilli viðhöfn.

Heitavatnsnotkun er mikil í kuldatíðinni fyrir norðan. Sauðkrækingar eru beðnir sleppa ferðum í heita pottinn á meðan ekki hlýnar.

Samtök iðnaðarins telja rafmyntargröftur hafi bætt orkunýtni hér á landi. Varaþingmaður Pírata, sem lagði fram fyrispurn um rafmyntargröft á Alþingi, er því ósammála.

Frumflutt

11. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,