Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 21.júlí 2024

Ísraelsher segist hafa grandað eldflaug sem Hútar í Jemen skutu í morgun á hafnarborgina Eilat í suðurhluta Ísraels. Átökin milli Húta og Ísraela virðast vera harðna, á sama tíma og hernaðaraðgerðir Ísraela á Gaza halda áfram.

Landris heldur áfram við Svartsengi á Reykjanesskaga og skjálftavirkni hefur færst í aukana. Vísindamenn telja töluverðar líkur á gossprunga geti opnast innan Grindavíkur.

Aðgerðir vegna útbreiðslu Covid smita á Landspítalanum verða endurskoðaðar í fyrramálið. Grímuskylda og takmarkanir á heimsóknartíma hafa verið í gildi í fimm daga.

Donald Trump segist hafa verið skotinn fyrir lýðræðið, þegar honum var sýnt banatilræði í síðustu viku. Byssukúlan var nokkrum millimetrum frá því hæfa hann í höfuðið.

Laxveiði hefur gengið vel í sumar. Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir veður þó hafa sett strik í reikninginn í sumum landshlutum.

Mikill ferðamannastraumur var við Jökulsárlón yfir helgina. Mikil aukning hefur verið á komu ferðamanna í júlí.

Frumflutt

21. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir