Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 28. janúar 2023

Krafa ríkissáttasemjara um Efling afhendi kjörskrá félagsmanna, svo hægt kjósa um miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og SA, verður dómtekin á mánudag. Deilt er um hvað felist í því ríkissáttasemjari hafi samráð við deiluaðila áður en miðlunartillaga er lögð fram.

Enginn í meirihluta bæjarstjórnar Akureyrar hefur ákveðið krefjast þess forseti bæjarstjórnar víki úr starfi en hann hefur verið ákærður vegna slyss á fjórum börnum í hoppukastala fyrir hálfu öðru ári. Málið verður rætt á fundi á mánudag.

Fólk þyrptist út á götur í Memphis og fleiri borgum Bandaríkjanna eftir myndskeið af handtöku Tyre Nichols voru birt seint í gær. Fimm lögreglumenn létu höggin dynja á Nichols sem lést af sárum sínum.

Ísraelska lögreglan hefur handtekið 42 vegna skotárásar í Jerúsalem í gær þar sem sjö Ísraelar voru skotnir til bana. Önnur skotárás var framin í borginni í dag, tveir eru alvarlega særðir.

Safn um Gísla á Uppsölum opnar árið 2025 á heimili hans í Selárdal. Markmið þess er kynna Gísla fyrir nýjum kynslóðum og varðveita merkilega sögu mannsins.

Danir og Frakkar leika um heimsmeistaratitil karla í handbolta á morgun. Heimamenn í Svíþjóð leika um bronsið við Spánverja.

Frumflutt

28. jan. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,