Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 24.júní 2024

Stórfelld netárás á Árvakur í gær er aðför frjálsri fjölmiðlun í landinu, sögn aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins. Mikið af gögnum var tekið í gísl­ingu og við blaðið kæmi ekki út í morgun.

Forsætisráðherra Ísraels er ekki tilbúinn til þess semja við Hamas um varanlegt vopnahlé. Samtökin Save the Children telja um 21 þúsund börn séu týnd á Gaza.

Lífskjör á Reykjanesi yrðu ekki söm færi orkuverið í Svartsengi undir hraun. Öll plön Almannavarna miða því koma í veg fyrir það gerist.

Akstur rafskúta undir áhrifum áfengis er refsiverður samkvæmt breytingu á umferðarlögum sem Alþingi samþykkti á næstsíðasta degi þinghalds um helgina.

Minnst nítján lögreglumenn og nokkrir almennir borgarar voru drepnir í sjálfstjórnarhéraðinu Dagestan í suðurhluta Rússlands í gær.

Litlar upplýsingar fást um framgang rannsóknar lögreglu á Norðurlandi eystra, þar sem fimm blaðamenn eru sakborningar. Meira en ár er frá því ríkissaksóknari óskaði þess rannsókninni yrði hraðað.

Grásleppusjómenn mega ekki selja kvóta sem Alþingi samþykkti úthluta þeim fyrr en tveimur árum liðnum.

Framlag stjórnvalda vegna sameiningar Húnabyggðar og Skagabyggðar gæti orðið á bilinu 750 milljónir til einn milljarður króna. Sameining var samþykkt um helgina og tekur gildi fyrsta ágúst.

Frumflutt

24. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,