Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 18. desember 2023

Til skoðunar er aflétta rýmingu í Grindavík ef hættumat sem gefið verður út á miðvikudaginn verður óbreytt frá fyrra mati. Þetta segir lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Íbúar hafa gist í bænum í óleyfi.

Framkvæmdum við varnargarðana nærri Svartsengi miðar vel. Áætlaður kostnaður verður mögulega undir áætlun.

Innviðaráðherra segir almenningur hafi lítinn skilning á verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra. Ekki standi til setja lög á þessar aðgerðir svo stöddu en stjórnvöld fylgist grannt með þróun mála.

Rúmlega hundrað Palestínumenn létu lífið í árásum Ísraelshers á fjölbýlishús á Gasa í gær. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman í dag til ræða vopnahlé.

Námsmenn eru í mikilli óvissu um námslán sín eftir nýtt námslánakerfi tók gildi fyrir þremur árum. Óljóst er hvort markmið hafi náðst í kerfi þar sem fimmta hver króna úr ríkissjóði fer í rekstur en ekki lán.

Óvíst er um framhaldslíf tveggja stærstu líkhúsa landsins. Kirkjugarðar Akureyrar og Reykjavíkur segjast ekki hafa ráð á rekstrinum, en dómsmálaráðuneyti hefur ekki skýrt hverjum beri reka líkhús landsins.

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, valdi 20 manna landsliðshóp fyrir EM í janúar í dag. Andri Már Rúnarsson er eini nýliðinn í hópnum.

Frumflutt

18. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,