Þrátt fyrir krefjandi aðstæður ætla íslenskir þátttakendur á alþjóðlegu skátamóti í Suður-Kóreu að halda kyrru fyrir. Einhverjir í íslenska hópnum hafa þurft læknishjálp vegna hita. Skátar frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Singapúr hafa yfirgefið svæðið.
Ekki sést lengur í glóandi hraun í gígnum við Litla Hrút. Eldgosið er á síðustu metrunum.
Hugsanlegur friður í Úkraínu er umfjöllunarefni á fundi 40 ríkja í Jedda í Sádí Arabíu. Þar ætla Úkraínumenn að freista þess að fá hlutlausar þjóðir á sitt band en Rússum er ekki hleypt að borðinu.
Hátíðarhöld fóru að mestu friðsamlega