Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 21. janúr 2026

Stjórnarformaður Vélfags var handtekinn í aðgerðum héraðssaksóknara í morgun og húsleit gerð hjá fyrirtækinu. Vélfag er eina fyrirtækið sem sætt hefur viðskiptaþvingunum vegna meintra tengsla við skuggaflota Rússlands.

Ræðu Bandaríkjaforseta er beðið í ofvæni á viðskiptaráðstefnunni í Davos í Sviss. Hann ítrekaði í gær kröfur sínar um Grænland. Engin lausn virðist í sjónmáli.

Tæpum fimm prósentustigum munar á fylgi Samfylkingar og Miðflokks í nýrri könnun Maskínu. Viðreisn er þriðji stærsti flokkurinn. á kostnað Sjálfstæðisflokksins.

Öll tæki voru notuð til hálkuvarna í verulega krefjandi aðstæðum í gær segir Reykjavíkurborg. Tryggingafélög búast við tjóns og slysatilkynningum á næstu dögum.

Stjórnendur Niceair hafa frestað því hefja starfsemi fram á seinni hluta árs. Forsvarsmaður segir það hefði verið rekstrarlegt sjálfsmorð fljúga með hálffulla vél.

Landssamband veiðifélaga lýsir yfir miklum vonbrigðum með nýtt frumvarp um lagareldi. Veiðifélögin vilja stöðva stækkun sjókvíaeldis og áætlun um hvenær verði hætt ala frjóan fisk í opnum kvíum.

Leiðarkerfi Strætós og þjónusta við viðskiptavini rennur inn í nýtt félag í eigu ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Sigur Íslands á Ungverjalandi á Evrópumóti karla í handbolta í gærkvöld var dýrkeyptur. Elvar Örn Jónsson verður ekki meira með vegna meiðsla.

Frumflutt

21. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,