Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 19. janúar 2026

Bandaríkjaforseti segist ekki verða hugsa aðeins um frið, því hann fékk ekki friðarverðlaun Nóbels. Forsetinn hvikar hvergi frá áformum um innlimun Grænlands og háa tolla á ríki sem andmæla þeim fyrirætlunum.

Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna koma saman á aukafundi á fimmtudagskvöld vegna deilu við Bandaríkjamenn um Grænland.

Mun fleiri eru óánægðir en ánægðir með innviðaráðherra fresti Fjarðarheiðargöngum. Ráðherra mælir fyrir samgönguáætlun á Alþingi í dag.

39 létust og fimmtíu eru enn á sjúkrahúsi eftir mannskætt lestarslys á Spáni í gærkvöld. Tvær lestir með nær 500 um borð rákust saman.

Loðnuveiðar hófust austur af landinu í nótt. Lítill kvóti hefur verið gefinn út en leitarleiðangur fimm skipa er hefjast.

Ekki er hægt útvista störfum talmeinafræðinga án þess það hafi áhrif á þjónustu, segir stjórn Félags talmeinafræðinga. Báðum talmeinafræðingunum á Reykjalundi var sagt upp í síðustu viku.

Lífshættuleg fölsuð lyf hafa verið í dreifingu á Íslandi. Réttarefnafræðingur segir mikilvægt vera á varðbergi gagnvart sérstaklega hættulegu efni sem komið gæti til landsins.

50.000 tonna magnesíumverksmiðja gæti risið á Grundartanga í Hvalfirði ef áform Njarðar Holding fram ganga. Þar á vinna magnesíum úr sjó með nýrri aðferð.

Íslenska karlalandsliðið er komið áfram í milliriðlakeppni Evrópumótsins í handbolta. Alfreð Gíslason og liðsmenn hans í þýska landsliðinu eru hins vegar í slæmri stöðu.

Frumflutt

19. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,