Utanríkisráðherra Grænlands segir ásælni Bandaríkjaforseta í landið leggjast illa í Grænlendinga og sé sér þungbær. Boðað hefur verið til mótmæla á Grænlandi og í Danmörku á laugardaginn.
Utanríkisráðuneytið hefur haft samband við bandaríska sendiráðið á Íslandi til að kanna hvort sendiherraefni Bandaríkjanna hafi staðhæft Ísland yrði fimmtugasta og annað Bandaríkið.
Maður sem er ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni fékk fimm ára fangelsisdóm fyrir tveimur árum fyrir brot gegn móður stúlkunnar. Hann sat aldrei inni því konan baðst vægðar fyrir hann. Talskona Stígamóta segir slíkt útsetja brotaþola til framtíðar fyrir hótunum.
Ef brotaþolar geta beðist vægðar fyrir gerendur í ofbeldismálum og það mildað dóminn, þá útsetur það brotaþola til framtíðar fyrir hótunum, segir talskona Stígamóta.
Stjórnvöld í Úkraínu hafa lýst yfir neyðarástandi í orkumálum, eftir ítrekaðar loftárásir Rússa á orkumannvirki. Rafmagnsleysi hrjáir íbúa Kyiv, þar sem afar kalt er í veðri.
Hópur aðstandenda á Sóltúni ætlar að stefna íslenska ríkinu vegna byggingarframkvæmda við hjúkrunarheimilið, sem brjóti gegn mannréttindum heimilisfólks.
Framkvæmdastjóri Félags fósturforeldra segir að vandi barna sem eru send í fóstur sé orðinn flóknari og fósturforeldrar þurfi aukna þjálfun.
Úrbætur í flutningskerfi raforku geta hækkað flutningsgjöld til fiskimjölsverksmiðja og gert mengandi olíu ódýrari orkukost. Engir verðflokkar eru til hjá Landsneti fyrir millistóra notendur eða þá sem annars brenna mikilli olíu.
Evrópumót karla í handbolta hefst í dag. Íslenska liðið spilar á morgun, en íslenskur þjálfari verður í eldlínunni á fyrsta degi.