Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 5. desember 2025

Menntamálaráðherra segir ákvörðun um auglýsa stöðu skólameistara Borgarholtsskóla tengist ekki skómálinu svokallaða, tilviljun hafi ráðið því staða hans hafi verið ausglýst á undan stöðum annarra skólameistara. Lögmaður skólameistarans vill forsætisráðherra, félagsmálaráðherra og aðstoðarmenn ráðherranna beri vitni fyrir dómi vegna málsins.

forgangsröðun jarðganga er fyrst og fremst pólitísk og ekki gerð á þeim faglegu forsendum sem ríkisstjórnin heldur fram, segir formaður Framsóknarflokksins. Inniviðaráðherra kvaðst í gær ekki hafa lesið skýrsluna um jarðgangakosti á Austurlandi, sem hann vísaði til við kynningu samgönguáætlunar.

Stjórnvöld í Ísrael eru ánægð með Ísraelum verði heimilað taka þátt í Eurovision á næsta ári. Stjórn RÚV tekur ákvörðun á miðvikudag um þátttöku.

Útgerðarmaður á Vestfjörðum segir breytingar í byggðakerfi sjávarútvegs bitna á heilsársstörfum í minni plássum. Aukning í strandveiðum gagnist ekki öllum jafnt.

Evrópusambandið sektaði samfélagsmiðilinn X í morgun um tæpa átján milljarða króna fyrir brjóta gegn nýrri stafrænni löggjöf sambandsins. Varaforseti Bandaríkjanna segir sekt ESB vera fyrir neita beita ritskoðun, en á það blæs framkvæmdastjórn sambandsins.

Nýtt og stærra Konukot var formlega opnað í Ármúla í Reykjavík í morgun. Framkvæmdastýra Rótarinnar segir þó ekki liggja fyrir hvenær konurnar geti nýtt sér aðstöðuna.

Það er óvenjugóðmennt í útvarpshúsinu í dag á árlegri Aðventugleði Rásar tvö.

Frumflutt

5. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,